Enskan orðin ráðandi í Bankastræti

Samsett mynd

Hvarvetna má sjá ferðamenn ganga um götur miðborgarinnar og njóta alls þess besta sem hún hefur upp á að bjóða. Þá færist sífellt í vöxt að auglýsingaskilti á götum úti og merkingar í gluggum verslana séu einungis á ensku en ekki á okkar ástkæra ylhýra tungumáli.

„Ég held að flestir séu með bæði tungumálin enda væri það æskilegt. Ég hef alltaf í minni vinnu ávarpað alla á íslensku og hef allar merkingar á íslensku þannig að í mínum eigin rekstri er ég alltaf með íslenskuna númer eitt,“ segir Guðrún Jóhannesdóttir, eigandi Kokku og kaupmaður við Laugaveginn í rúm 20 ár. Guðrún situr einnig í stjórn nýstofnaðs markaðsfélags sem nefnist Miðborgin Reykjavík.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka