Gæsluvarðhald framlengt og rannsókn langt komin

Karl­maður hleypti af skoti inni á skemmti­staðnum Dubliner í miðborg …
Karl­maður hleypti af skoti inni á skemmti­staðnum Dubliner í miðborg Reykja­vík­ur í mars. Skotið hafnaði á vegg við bar­inn og flúði skot­maður­inn vett­vang í kjöl­farið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áfram­hald­andi gæslu­v­arðhaldi yfir mann­in­um sem grunaður er um að hafa hleypt af skoti inni á skemmti­staðnum Dubliner í mars hefur verið framlengt til 6. júní.

Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Maðurinn hefur verið í varðhaldi síðan 13. mars, en á föstudaginn var gæsluvarðhaldi framlengt til 6. júní vegna almannahagsmuna.

Grímur segir rannsóknina á málinu vera langt komna en ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert