Anton Guðjónsson
Áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir manninum sem grunaður er um að hafa hleypt af skoti inni á skemmtistaðnum Dubliner í mars hefur verið framlengt til 6. júní.
Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.
Maðurinn hefur verið í varðhaldi síðan 13. mars, en á föstudaginn var gæsluvarðhaldi framlengt til 6. júní vegna almannahagsmuna.
Grímur segir rannsóknina á málinu vera langt komna en ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.