Hagkerfið sé í jafnvægi við náttúruna

Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar.
Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Maðurinn lifir af náttúrunni. Einmitt þess vegna þarf hann að virða náttúruna og gæta þess að ganga ekki á verðmætar auðlindir hennar svo af hljótist skaði, hvorki fyrir okkur sem nú lifum eða fyrir komandi kynslóðir,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir sem á dögunum var kjörin nýr formaður Landverndar.

„Að verðmæta- og atvinnusköpun sé byggð á sérstöðu fólksins sjálfs og svæðanna hefur verið áherslumál Landverndar. Það er mjög kunnulegt stef í íslensku atvinnulífi að stór utanaðkomandi aðili komi inn á svæði sem eru rík af náttúrulegum verðmætum og nýti þau, en skili litlu öðru en að skapa atvinnu á svæðinu. Arðurinn fyrir þau náttúrulegu verðmæti sem við gefum eftir er þá fluttur úr landi og skilar sér seint til almennings.“

Landvernd lætur til sín taka í mörgum verkefnum á sviði umhverfis- og náttúruverndar. Þorgerður María var til skamms tíma í forystu samtakanna Ungir umhverfissinnar en ákvað síðan að taka næsta skref og var kjörin formaður Landverndar.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert