Ísland færir Úkraínu neyðarsjúkrahús

Katrín Jakobsdóttir og Volodimír Selenskí í mars s.l. í heimsókn …
Katrín Jakobsdóttir og Volodimír Selenskí í mars s.l. í heimsókn forsætisráðherrans til Úkraínu. Ljósmynd/Stjórnarráðið

For­menn og full­trú­ar allra stjórn­mála­flokka i á Alþingi leggja í dag fram til­lögu til þings­álykt­un­ar um að fela ut­an­rík­is­ráðherra að festa kaup á fær­an­legu neyðar­sjúkra­húsi til notk­un­ar fyr­ir særða her­menn og færa úkraínsku þjóðinni vegna inn­rás­ar Rússa í Úkraínu. Áætlað er að sjúkra­húsið muni kosta 1.200 millj­ón­ir ís­lensk­ar krón­ur. 

Í frétta­til­kynn­ingu frá Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra, kem­ur fram að Úkraínsk stjórn­völd hafi óskað eft­ir stuðningi frá ís­lensk­um stjórn­völd­um og komið því á fram­færi að brýn þörf sé á fær­an­leg­um neyðar­sjúkra­hús­um.

Fyr­ir hafa Eist­land, Þýska­land, Nor­eg­ur og Hol­land sent þeim þrjú slík sjúkra­hús en þau skipta sköp­um til að sinna særðum her­mönn­um og al­menn­ing þar sem hægt starfs­rækja þau sjálf­stætt og án teng­ing­ar við fyr­ir­liggj­andi innviði.

Þver­póli­tísk samstaða

Sam­kvæmt til­kynn­ingu for­sæt­is­ráðherra hef­ur ríkt þver­póli­tísk samstaða á Alþingi um stuðning við Úkraínu frá því að inn­rás Rússa hófst og að for­menn flokk­anna leggi áherslu á að und­ir­strika þá sam­stöðu með gjöf­inni. 

For­seti Úkraínu, Volodimír Selenskí hef­ur ít­rekað þakk­læti fyr­ir yf­ir­gnæf­andi stuðning ís­lensku þjóðar­inn­ar við málstað Úkraínu á fund­um sín­um með for­sæt­is­ráðherra Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert