Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, mun ávarpa leiðtogafund Evrópuráðsins í gegnum fjarfundarbúnað.
Selenskí fundar nú með Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, í Bretlandi.
Í yfirlýsingu frá Sunak sagði að þeir myndu meðal annars ræða leiðtogafundinn sem hefst á morgun.
Sunak er á meðal þeirra leiðtoga sem hafa boðað komu sína í Hörpu. Óvissa var uppi um komu Selenskí til Reykjavíkur en nú er ljóst að ólíklegt er að Úkraínuforseti verði viðstaddur fundinn í persónu samkvæmt frétt AFP.
Welcome back, @ZelenskyyUa 🇬🇧🇺🇦 pic.twitter.com/ph57ZoUHpC
— Rishi Sunak (@RishiSunak) May 15, 2023