„Þetta ástand er bara ekki í lagi“

Elín er fyrrverandi bókari félagsins og ein þeirra sem fóru …
Elín er fyrrverandi bókari félagsins og ein þeirra sem fóru í mál við Eflingu á sínum tíma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég fæ alveg að heyra það að ég sé bara fúl yfir að hafa verið rekin,“ segir Elín Hanna Kjartansdóttir félagsmaður í Eflingu þegar hún er spurð hvort hún sé í herferð gegn stjórn Eflingar.

Elín er fyrrverandi bókari félagsins og ein þeirra sem fóru í mál við Eflingu á sínum tíma. Hún segir aðalfund félagsins 4. maí sl. sýna að gagnrýni og athugasemdir við störf stjórnarinnar eigi ekki upp á pallborðið og stjórnin sé búin að hlaða í kringum sig litlum hópi stuðningsmanna og breytingar, eins og nýafstaðin úrsögn úr Starfsgreinasambandinu, séu knúnar í gegn með undir 5% stuðningi félagsmanna.

Eltist við reikningana

Elín sendi tölvupóst á skrifstofu Eflingar fimmtudaginn 27. apríl og bað um að geta séð ársreikninginn.

Í tölvupóstum sem Elín deildi með blaðamanni fékk Elín þau svör að ársreikningurinn yrði til strax eftir helgi. Þegar hún ítrekaði erindið þriðjudaginn 2. maí fékk hún þau svör að ársreikningurinn myndi birtast á vefsíðu Eflingar daginn eftir.

Hún benti þá á að samkvæmt lögum Eflingar eigi að birta ársreikning viku fyrir aðalfund og spyr hvort hún geti nálgast hann á skrifstofunni.

Daginn eftir og sólarhring fyrir aðalfund fékk Elín síðan póst frá framkvæmdastjóra Eflingar þar sem henni var þakkað fyrir áhugann og síðan segir orðrétt: „Eins og þér er kunnugt þá liggja gögn fyrir til skoðunar hjá okkur á skrifstofunni. Hingað til hefur enginn félagsmaður komið til okkar að óska eftir yfirferð á reikningnum. En auðvitað þá er hægt að fara yfir þá um leið og þeir birtast á morgun á netinu.“

Elín segir það ekki rétt því hún hafi spurt um þá frá því vikunni á undan og að þetta sé enginn fyrirvari.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka