Tjöldin dregin fyrir

Fundur leiðtoga Evrópuráðsins hefst í Hörpu í dag. Leiðtogar yfir fjörutíu Evrópuríkja eru komnir á staðinn og verður fundað í kvöld og á morgun.

Málefni Úkraínu og innrás Rússa verða í brennidepli á fundinum. Þá er eitt af markmiðum hans að ræða mögulega alþjóðlega tjónaskrá vegna stríðsins sem nú geisar. 

Fundurinn hefur víðtæk áhrif í Reykjavík en víðtækar götulokanir eru í gildi í kringum Hörpu. 

mbl.is fjallar um allar hliðar á leiðtogafundinum í dag og á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert