Boeing 757 lenti á Reykjavíkurflugvelli

Hér má sjá Boeing 757-vél búa sig til lendingar á …
Hér má sjá Boeing 757-vél búa sig til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. Ljósmynd/Njáll Trausti

Flugvél Icelandair sem kom frá landamærum Póllands að Úkraínu lenti á Reykjavíkurflugvelli rétt eftir hádegi. 

Um er að ræða Boeing 757-vél í leiguflugi en Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair sagðist ekki geta tjáð sig í samtali við mbl.is um hverjir voru um borð í vélinni eða hvort farþegar hennar voru á leið á leiðtogafundinn í Hörpu. 

Vélin flaug frá Rzeszow í Póllandi, sem er rétt við landamæri Úkraínu. Líklegt má telja að þar sé um að ræða sendinefnd Úkraínu.

Í morgun kom í ljós að Denys Sh­myhal for­sæt­is­ráðherra Úkraínu leiðir sendin­end lands­ins á fundinum. Í föru­neyti hans verður Denys Maliuska dóms­málaráðherra. Volodimír Selenskí for­seti Úkraínu mun ávarpa gesti fundarins í gegnum fjarfundarbúnað.

Boeing 757 flugvél Icelandair lenti fyrir skömmu á Reykjavíkurflugvelli, en …
Boeing 757 flugvél Icelandair lenti fyrir skömmu á Reykjavíkurflugvelli, en hún kom frá Rzeszow í Póllandi, rétt við landamæri Úkraínu. Kort/Flightradar24
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert