„Ég veit að þetta er byrði“

Vel fór á með Emmanuel Macron, forseta Frakklands og Katrínu …
Vel fór á með Emmanuel Macron, forseta Frakklands og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Hörpu í dag. AFP/Halldór Kolbeins

Vel fór á með Emmanuel Macron forseta Frakklands og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar forsætisráðherra tók á móti leiðtogum í Hörpu í dag ásamt Mariju Pejčinović Burić framkvæmdastjóra Evrópuráðsins.

Leiðtogarnir heilsuðust innilega og Macron spurði Katrínu hvernig hún hefði það. Svaraði hún því til að hún hefði það gott en minntist á að mikið umstang fylgdi fundinum.

Macron klappaði Katrínu vinalega á upphandlegginn og hughreysti hana.

„Ég veit að þetta er byrði,“ sagði hann og brosti áður en hann talaði við blaðamenn.

Macron sagði fundinn mikilvægan í þeirri viðleitni að koma á friði á ný. Hann sagðist ánægður að vera á Íslandi og með Íslendingum. Hann þakkaði forsætisráðherra og forseta Íslands sem og Íslendingum öllum fyrir að taka á móti leiðtogunum og bjóða þá velkomna til landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert