Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, notaði regnhlíf til að reyna að skýla sér fyrir vindum þegar hann gekk frá Edition-hótelinu að Hörpu nú síðdegis, þó ekki með betri árangri en sést hér að ofan.
Guðni tekur þátt í leiðtogafuni Evrópuráðsins í Hörpu.
Reykjavík býður upp á rok og rigningu í dag. Eðlilega hafa sendinefndir reynt að nota regnhlífar til að skýla sér fyrir rigningunni en það hefur tekist með misjöfnum árangri.