Emmanuel Macron forseti Frakklands er mættur í Hörpu á leiðtogafund Evrópuráðsins.
Óvenjumargir voru í fylgdarliði Macrons er bifreiðin renndi upp að Hörpu.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók vel á móti forsetanum og kyssti á báða vanga áður en mynd var tekin af þjóðarleiðtogunum ásamt Mariju Pejcinovic Buric framkvæmdastjóra Evrópuráðsins.