Lögreglustjórinn fylgdi Guðna

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Marija …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Marija Pejcinovic Buric framkvæmdastjóri Evrópuráðsins. AFP/Halldór Kolbeins

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, rölti yfir í Hörpu á leiðtogafund Evrópuráðsins í fylgd Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, og Karli Steinari Valssyni, yfirlögregluþjóni hjá embætti ríkislögreglustjóra.

Þjóðarleiðtogar Evrópuríkja hafa verið að flykkjast að Hörpu frá því klukkan 16 í dag, flestir með fjölmennt fylgdarlið. Íslenski forsetinn var þó heldur heimilislegri er hann rölti yfir frá Edition Hótelinu, með regnhlíf sem virtist ekki hafa verið gerð fyrir íslenskt veðurfar.

„Velkominn til Íslands,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra glettin er hún tók á móti forsetanum.

Guðni sló sömuleiðis á létta strengi og líkti trjánum sem búið var að stilla upp við hlið þeirra, við íslenskan skóg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert