Selenskí ávarpar leiðtogafundinn

Selenskí.
Selenskí. AFP/Heikki Saukkomaa / Lehtikuva

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, mun ávarpa leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í Hörpu í dag og á morgun.

Þessu greinir miðillin Ukrainska Pravda frá. Ávarp Selenskí er sagt eiga að fara fram strax í kjölfar opnunarræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 

Selenskí fundaði í gær með Ris­hi Sunak, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, en Sunak hefur lofað að út­vega Úkraínu­mönn­um mörg hundruð fleiri dróna. 

Uppfært klukkan 11:16

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að Selenskí muni ekki mæta á fundinn heldur ávarpa gesti í gegnum fjarfundarbúnað. 

„Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu leiðir sendinend landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra. Úkraínska sendinefndin kemur hingað til lands síðar í dag. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu flytur ávarp á opnunarathöfn fundarins í gegnum fjarfundarbúnað," segir í tilkynningu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert