Þórdís tók á móti forsætisráðherra Úkraínu

Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag.
Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið/Sigurjón Ragnar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tók á móti Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu í dag. Shmyhal er kominn til landsins til að sitja fund leiðtoga Evrópuráðsins í Hörpu. 

Forsætisráðherrann kom með Boeing 757-þotu Icelandair, sem flogið var frá landamærum Póllands að Úkraínu. 

Shmyhal leiðir send­in­end lands­ins á fund­in­um. Í föru­neyti hans er Denys Maliuska dóms­málaráðherra. Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, mun ávarpa gesti fund­ar­ins í gegn­um fjar­fund­ar­búnað.

Þórdís Kolbrún tók á móti honum.
Þórdís Kolbrún tók á móti honum. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið/Sigurjón Ragnar
Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið/Sigurjón Ragnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka