Tillögu sjálfstæðismanna vísað frá

Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag.
Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag.

Til­lögu borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins um að farið verði í ít­ar­legri rann­sókn­ir á áhrif­um nýrr­ar byggðar í Skerjaf­irði á flug- og rekstr­arör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar, var vísað frá á fundi borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur í dag.

Í til­lög­unni var vísað í niður­stöður ný­út­kom­inn­ar skýrslu þar sem eru ábend­ing­ar um marg­vís­leg­ar ít­ar­leg­ar rann­sókn­ir sem fram þyrftu að fara til að fá gleggri mynd af áhrif­um viðbót­ar­byggðar á flug- og rekstr­arör­yggi vall­ar­ins.

Ein­ar Þor­steins­son, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, lagði frá­vís­un­ar­til­lög­una fram. Sagði hann að Isa­via og Veður­stof­unni hefði verið falið að vinna úr um­rædd­um gögn­um, og því þætti hon­um ótækt að Reykja­vík­ur­borg tæki það verk­efni af þeim. 

Í at­kvæðagreiðslu greiddu full­trú­ar meiri­hluta­flokk­anna og full­trúi VG at­kvæði með frá­vís­un­ar­til­lög­unni, full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks og Flokks fólks­ins greiddu at­kvæði gegn henni en full­trú­ar Sósí­al­ista­flokks­ins sátu hjá. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert