Agnar Már Másson
Aðildarríki Evrópuráðsins hyggjast koma fót tjónaskrá til að skrásetja þann stríðsskaða sem Rússar hafa valdið með innrásinni í Úkraínu.
Í ræðu sinni á leiðtogafundinum skoraði Emmanuel Macron Frakklandsforseti öll lönd til þess að taka þátt og leggja sitt af mörkum við að „fylla út skrána“.
Ábyrgðarskylda vegna Úkraínu og grundvallargildi Evrópuráðsins eru meginumfjöllunarefni leiðtogafundar Evrópuráðsins. Á fundinum í dag ríkti mikil samstaða meðal leiðtoga um tjónaskrána.
Olaf Scholz kanslari Þýskalands sagði að skráin myndi spila lykilhlutverk í að refsa Rússum og að „draga þá til ábyrgðar vegna stríðsglæpanna sem þeir hafa framið“.
Ursula von der Leyen, framkvæmdarstjóri Evrópusambandsins, sagði að skráin myndi gegna mikilvægu hlutverki í að beina Rússum frá því að fremja fleiri stríðsglæpi, og sagði hana mikilvæga fyrir framtíðina. Aðeins réttlæti gæti verið grundvöllur varanlegs friðar í Úkraínu.
Katrín Jakobsdóttir ráðherra sagði við mbl.is fyrr í dag að sá undirbúningur sem varðar skrána hafi gengið vel. Hún telur skrána vera lykilatriði til þess að tryggja að Rússar axli ábyrgð.
Fjöldi þjóðarleiðtoga hefur skrifað undir skrána. Gitanas Nausėda, forseti Litháens, deildi mynd af sér skrifa undir tjónaskrána í dag.
Proud to sign a declaration establishing the register of damage caused by Russia's aggression against Ukraine. It's crucial that reparation for the damages is paid by Russia.
— Gitanas Nausėda (@GitanasNauseda) May 16, 2023
The next step we must take is to create a Special Tribunal to address the crime of aggression. pic.twitter.com/lcvJrPNWT9