Tróðu sér inn í lyftuna þar til leiðtogarnir hurfu

Emmanuel Macron Frakklandsforseti skálmar ákveðinn út af fundi, kemur auga …
Emmanuel Macron Frakklandsforseti skálmar ákveðinn út af fundi, kemur auga á lyftuna og þá varð ekki aftur snúið. mbl.is/AM

Almennt virðist hafa farið vel um þjóðarleiðtogana það sem af er degi, að undanskilinni lyftuferð Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 

Skipulagt var að Macron og Katrín myndu víkja fimmtán mínútum fyrr úr fundarsalnum, svo þau gætu rætt málin sín á milli á leið sinni upp í kvöldverðarsalinn. Hin sporlétta Katrín virtist ætla sér að taka stigann, en franski samferðarmaður hennar hafði augastað á lyftunni og úr varð að þau komu sér fyrir inn í lyftunni. 

Þegar fyrirmennin voru komin inn í lyftuna upphófst spaugileg atburðarás. Forseti Frakklands á sér ófáa fylgifiska, sem virtust allir áfjáðir í að eyða stund með Macron og Katrínu í lyftunni, enda aðdráttarafl valdsins velþekkt og allt er þetta ómissandi fólk.

Fylgdarliðið þyrptist inn í lyftuna af svo mikilli ákefð að forsetinn og forsætisráðherrann virtust eiga á hættu á að troðast undir, en lífverðir kipptu sér ekki upp við það. 

Myndirnar sýna hvernig Katrín og Macron hurfu smám á bak við mannhafið. 

Hið þaulskipulagða tveggja manna tal hefur eflaust þurft að bíða þar til þau komust upp á efstu hæð og út úr viðjum lyftunnar. 

Leiðtogarnir ganga á undan inn í lyftuna og aðstoðarmannahersingin þyrpist.
Leiðtogarnir ganga á undan inn í lyftuna og aðstoðarmannahersingin þyrpist. mbl.is/AM
Macron forseti er strax kominn út í horn, en ballið …
Macron forseti er strax kominn út í horn, en ballið rétt að byrja. mbl.is/AM
Enn bætist við inn í lyftuna og forsætisráðherra virðist orðinn …
Enn bætist við inn í lyftuna og forsætisráðherra virðist orðinn áhyggjufullur. mbl.is/AM
Enn bætist við kösina.
Enn bætist við kösina. mbl.is/AM
Og svo er bara að troða.
Og svo er bara að troða. mbl.is/AM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert