Búast má við að hækkanir iðgjalda á bifreiðatryggingum á árinu verði oftast í samræmi við vísitölu ef marka má svör tryggingafélaganna við fyrirspurn Morgunblaðsins. Þó eru kjör viðskiptavina einstaklingsbundin, meðal annars vegna tjónasögu.
Neytendur hafa fundið fyrir verðbólgunni hér á landi á síðustu misserum eins og annars staðar í Evrópu. Tryggingar eru töluvert hár kostnaðarliður í bókhaldi margra heimila og spurði blaðið út í bifreiðatryggingar.
Í svari frá VÍS segir að ökutækjatryggingar hafi undanfarið hækkað um 1-3% umfram vísitölu. „Almennt er það þannig, að tryggingar fylgja verðlagi á þeim tjónum sem þær bæta. Undanfarið hefur kostnaður tjóna verið að hækka umfram vísitölu og helstu ástæður þess eru hækkandi verð varahluta og tæknilega flóknari bílar. Vegna þess hafa ökutækjatryggingar verið að hækka um 1-3% undanfarið umfram vísitölu til að halda í hækkun meðaltjóns ökutækja.“
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.