Verkfallsaðgerðir BSRB hafa engin áhrif á störf lögreglunnar að sögn Gunnars Harðar Garðarssonar, upplýsingafulltrúa ríkislögreglustjóra.
Greint var frá því á vef mbl.is að lögreglan hefði áhyggjur af fyrirhuguðu verkfalli starfsfólks leik- og grunnskóla vegna áhrifa á löggæslu á leiðtogafundi Evrópuráðsins, þar sem lögregluþjónar sem standa vaktina á fundinum eiga börn í skólum sem verkfallið bitnar á.
Verkfallið hefur hins vegar ekki haft nein áhrif á lögregluna, en Gunnar segir þó að eflaust séu einhverjir makar lögreglumanna heima á þriðjuvaktinni, en allar vaktir lögreglunnar eru vel mannaðar.