Allt komið í eðlilegt horf í kvöld eða á morgun

Fréttamaður mbl.is náði tali af tveimur lögregluþjónum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra sem standa vaktina í miðbæ Reykjavíkur vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins. Þau segjast ekki hafa orðið vör við neinn óróleika hingað til. 

Hvernig er búið að ganga hingað til? 

„Hingað til hefur gengið mjög vel,“ segir Emelíana Brynjólfsdóttir lögregluþjónn sem sinnir verkefninu með Bergvini Garðarssyni lögregluþjóni. 

Einhverjar óvæntar uppákomur?

„Nei, ekki hjá okkur allavega, það hefur gengið mjög vel og allir hafa tekið mikið tillit til allra lokana og svona.“

Er fólk að sýna þessu skilning?

„Já, það hefur verið að gera það.“

Hvenær má búast við að allt fari í eðlilegt horf?

„Ætli það verði ekki í kvöld eða á morgun, myndi ég giska,“ segir Emelíana að lokum. 

Emelíana Brynjólfsdóttir og Bergvin Garðarsson frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Emelíana Brynjólfsdóttir og Bergvin Garðarsson frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. mbl.is/Karlotta
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert