Breyting á bensíni ekki kynnt á eðlilegan hátt

Talsmaður FÍB gagnrýnir að nýja bensínblandan hafi verið sett á …
Talsmaður FÍB gagnrýnir að nýja bensínblandan hafi verið sett á markað án kynningar. mbl.is/Árni Sæberg

Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) gagnrýnir hvernig nýju bensínblöndunni, E-10, hefur verið dembt inn á markaðinn án nokkurrar kynningar. Olíufélögin hafi byrjað að selja þessa nýju vöru fyrir um mánuði, nánast í skjóli myrkurs. Engin opinber stofnun hafi sinnt því hlutverki að upplýsa eigendur bifreiða um að von væri á þessu og hvaða áhrif breytingin kynni að hafa.

Olíufélögin hófu í apríl að flytja inn og selja 95 oktana bensín, svokallaða E-10-blöndu, sem kemur í stað E-5-bensínsins sem hér hefur verið á markaði undanfarin ár. Upplýsingar til neytenda hafa verið af skornum skammti og enn er ekki búið að merkja bensíntanka á afgreiðslustöðvum með merki E-10-blöndunnar. Neytendur vita því ekki hvar er verið að selja E-10 og hvar er enn verið að selja E-5.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, gefur lítið fyrir þá skýringu sumra olíufélaganna að þau hafi orðið að kaupa þessa blöndu frá birginum í Noregi vegna þess að Norðmenn hefðu innleitt hana hjá sér og annað væri ekki í boði.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. mbl.is/Árni Sæberg

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert