Byrjuð að aflétta lokunum

Eins og gefur að skilja hefur ekki verið mikið um …
Eins og gefur að skilja hefur ekki verið mikið um pásur hjá lögreglumönnum þessa annasömu daga. Það á ekki síst við um lögreglumenn í umferðardeild, en hér hafa þrír þeirra þó náð að tylla sér eitt andartak, svona rétt áður en þeir þurftu að rjúka aftur af stað! Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan hefur hafist handa við að aflétta götulokunum í miðbæ Reykjavíkur. Vegfarendur eru beðnir um að sýna því biðlund, enda getur það verk tekið nokkrar klukkustundir. 

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að leiðtogafundurinn, sem nú er senn á enda, hafi verið langstærsta verkefni sem íslenska lögreglan hafi staðið frammi fyrir. 

„Vel hefur tekist til og þakkar lögreglan öllum samstarfsaðilum fyrir ánægjulegt samstarf. Ekki síst þakkar hún almenningi fyrir þolinmæði og skilningi gagnvart þeim lokunum sem grípa þurfti til. Eins og við mátti búast urðu umferðartafir hér og þar síðdegis, en umferðin ætti að vera komin í samt lag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert