Dreifing á nýjum tunnum í Garðabæ

Samhliða tunnuskiptunum fá allir íbúar körfu og poka fyrir lífrænan …
Samhliða tunnuskiptunum fá allir íbúar körfu og poka fyrir lífrænan úrgang. Mynd/Aðsend

Tunnu­skipti í tengsl­um við nýtt flokk­un­ar­kerfi á sorpi hefjast í Garðabæ mánudaginn 22. maí. Tunnunum verður skipt út samhliða venjubundinni sorphirðu og gert er ráð fyrir að búið verði að skipta út öllum tunnum í lok júní. 

Eldri tunnum verður skipt úr fyrir nýjar tvískiptar tunnur við sérbýli en útfærsla við fjölbýlishús miðast við fjölda íbúa. Samhliða tunnuskiptunum fá allir íbúar körfu og poka fyrir lífrænan úrgang. Tunnurnar verða endurmerktar fyrir íbúa. 

Upplýsingar um dreifingaráætlun má finna á vef Garðabæjar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert