Eldur í sánu í Vesturbæjarlaug

Vesturbæjarlaug.
Vesturbæjarlaug. Ljósmynd/Aðsend

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til vegna elds í sánu í Vesturbæjarlaug fyrir skömmu. 

Í samtali við mbl.is segir varðstjóri að það hafi verið búið að slökkva eldinn er slökkviliðið mætti á vettvang og það hafi því snúið við. 

RÚV greindi fyrst frá en í samtali við miðilinn sagði Anna Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, að sánuofn hafi losnað af vegg og rekist utan í bekk sem kviknaði í. Enginn var inni í sánunni þegar eldurinn kviknaði. 

Sánuklefinn verður lokaður í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert