Enn verk að vinna hjá lögreglu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að þó að formlegri dagskrá leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu sé nú lokið þá sé enn verk að vinna hjá lögreglu.

Akstur sendinefnda í lögreglufylgd til og frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli hefur annars gengið vel að sögn lögreglu.

„Og það sama má segja um umferðina á höfuðborgarsvæðinu almennt. Minnum samt vegfarendur á að fara varlega og sýna líka bæði þolinmæði og tillitssemi. Þegar það er gert gengur öllum betur að komast leiðar sinnar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert