Forsætisráðherra Noregs elskar „heitur pottur“

Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, skellti sér í skýluna. Aud …
Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, skellti sér í skýluna. Aud Lise Norheim, sendiherra Noregs á Íslandi, birti þessa mynd á Twitter í morgun. Ljósmynd/Twitter

Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, ræddi málefni Úkraínu og Evrópu í heita pottinum í Sundhöll Reykjavíkur. Støre segist elska „heitur pottur“ og alltaf fara í sund þegar hann kemur til Íslands. 

„Ég reyni alltaf að koma hingað þegar ég er á Íslandi. Þetta er íslenskur siður að koma í þessi böð. Fyrir Noreg er Ísland einstakt land. Það er eitthvað við þá staðreynd að þau tala sama tungumál og við töluðum fyrir hundruðum ára. Ég fæ alltaf hlýja tilfinningu,“ sagði forsætisráðherrann og benti á vatnið, „þegar ég er hér“.

Norska ríkisútvarpið, NRK, ræddi við Støre í pottinum í gær. 

Í umfjöllun NRK segir að andlit forsætisráðherrans sé þekkt á Íslandi, í pottinum kannist fólk við hann og heilsi honum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert