Hádegismaturinn var ekki af verri endanum hjá Petr Pavel, forseta Tékklands, í dag. Pave fékk sér pylsu í brauði á Bæjarins bestu.
Loksins varð að því að einhver leiðtogi í Evrópuráðinu fékk sér pylsu á Bæjarins bestu en þegar mbl.is ræddi við starfsmann þar í morgun hafði enginn leiðtogi látið sá sig.
Friðrik Jónsson, formaður BHM, birti mynd af Pavel með pylsuna við vagninn.
I’ve had the honor to serve as liaison for my good friend @prezidentpavel Petr Pavel during the #CouncilOfEuropeSummit. We even managed to sneak in a traditional Icelandic hotdog 🌭🇨🇿🇮🇸🙂 pic.twitter.com/BLAH6jt08M
— Fridrik Jonsson (@FridrikJonsson) May 17, 2023