Halda sama viðbúnaðarstigi þótt fundurinn sé búinn

Tölvuþrjótarnir vanmátu okkur.
Tölvuþrjótarnir vanmátu okkur. mbl.is/Árni Sæberg

Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS, vonar að nú fari netárásunum að linna, en hann er jafnframt ánægður með það hvernig tekist hefur til við að verjast árásunum. 

„Við ætlum að halda sama viðbúnaðarstigi í fyrramálið og sjá hvort við séum enn þá í skotlínunni þótt fundurinn sé búinn.“ Ef það dregur úr árásunum er næsta skref að endurmeta hvort óvissustig þurfi enn að vera í gildi. 

Guðmundur Arnar Sigmundsson, for­stjóri netör­ygg­is­sveit­ar­inn­ar CERT-IS.
Guðmundur Arnar Sigmundsson, for­stjóri netör­ygg­is­sveit­ar­inn­ar CERT-IS. Ljósmynd/Aðsend

Árásir frá öllum löndum, þar á meðal Íslandi

Þetta byrjaði bara með sömu látum og í gær og svo voru árásirnar nokkuð stöðugar. Þetta voru aðallega þessar álagsárásir en varnirnar bara tóku þetta svo ég er sáttur við daginn og sáttur við hvað undirbúningurinn hjá rekstraraðilum virðist hafa verið góður“. 

Það er ekki hægt að greina sérstakt mynstur í því hvenær árásirnar berast, með hvaða hætti eða gegn hvaða aðilum þeim er beint, að sögn Guðmundar. 

Langflestar árásirnar koma frá erlendum IP-tölum, en IP-tölur virka sem einskonar heimilisföng á veraldarvefnum. „Þessar IP-tölur eru fyrst og fremst upprunnar frá Rússlandi, en svo voru líka margar árásir frá Kína og Íran. Vissulega sjáum við uppruna frá öllum löndum, þar á meðal Íslandi, en þó í mjög litlu magni. Það er bara verið að greina það nánar“.

Guðmundur bendir á að það sé ekki sjálfgefið að Íslendingur standi að baki árás sem komi frá íslenskri IP-tölu, en það geti vel verið að erlendur aðili geri árásina í gegnum tölvu sem sé stödd á Íslandi. 

Óttaðist að tölvuþrjótarnir færu í samkeppni

Spurðu hvort árásaraðilarnir hafi vanmetið íslensku varnirnar svara Guðmundur því játandi, en bætir við að þessir aðilar virðist engu að síður sáttir með árangurinn.

„Eins og þessi hópur, Noname057, þeir státa sig af vel heppnuðum árásum á íslenska innviði á spjallrásum og þeir hafa verið að safna saman frétttaumfjöllun til að berja sér á brjóst yfir þessum árangri.“

Guðmundur segist hafa óttast að það yrði til þess að ýta af stað samkeppni meðal tölvuglæpagengja, sem vilji sína mátt sinn gagnvart hvert öðru. „Það virðist enn sem komið er ekki hafa haft þau áhrif.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka