Hlutfall fanga lægst á Íslandi

Litla-Hraun.
Litla-Hraun. mbl.is/Sigurður Bogi

Hlutfall fanga af íbúafjölda í Evrópulöndum er hvergi lægra en á Íslandi, samkvæmt nýjum samanburði Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Hér á landi voru 38-39 fangar á hverja hundrað þúsund íbúa á árinu 2021 og hefur Ísland verið lægst í sambærilegum samanburði um árabil.

Tölur Eurostat ná yfir 30 Evrópulönd. Næstlægsta hlutfall fanga miðað við höfðatölu íbúa var í Finnlandi eða 51 fangi á hverja hundrað þúsund íbúa, Slóveníu (54), Hollandi (65) og Noregi (68).

Flestir fangar sem hlutfall af íbúafjölda eru í Ungverjalandi og Póllandi eða 191 fangi á hverja hundrað þúsund íbúa og í Slóvakíu 185 á árinu 2021.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert