Hreppti fyrsta vinninginn á þjóðhátíðardaginn

Heppnin virðist vera með Norðmönnum í dag.
Heppnin virðist vera með Norðmönnum í dag.

Ljónheppinn Norðmaður vann fyrsta vinning í Víkinglottó sem nam rúmum 2,5 milljörðum króna. Annar Norðmaður vann annan vinninginn sem nam rúmum 20 milljónum króna.

Þeir munu því eflaust fagna þjóðhátíðardeginum af mikilli ákefð í kvöld en í dag, þann 17. maí, eru 209 ár síðan norska stjórnarskráin frá Eiðsvelli var undirrituð.

Íslendingur hreppti hins vegar þriðja vinninginn sem nam 1,7 milljónum króna. Sá miði var keyptur á lotto.is.

Tveir miðahafar voru með annan vinninginn í Jóker og fá því 100 þúsund krónurnar hvor í sinn hlut.

Annar miðinn var keyptur á Olísstöð við Arnberg á Selfossi og hinn á lotto.is. Eng­inn var með fyrsta vinn­ing í Jóker að þessu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert