Leyniskilaboð í hamrinum

Þórdís afhendir Edgars Rinkevics hamarinn góða.
Þórdís afhendir Edgars Rinkevics hamarinn góða. mbl.is/Kristinn Magnusson

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra afhenti Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands, hamarinn sem Sigríður Kristjánsdóttir skar út fyrir fundinn. Á hamrinum er lítið leynihólf og sagðist Þórdís Kolbrún hafa komið fyrir leyniskilaboðum til Rinkevics í því. 

Blaðamannafundur Evrópuráðsins fer nú fram í Hörpu. 

Hamarinn góði vakti athygli fyrir helgi en hefð er fyrir því að formennskuríki Evrópuráðsins gefi ráðinu gjöf við lok formennskutímabilsins. Á hamrinum eru orðin „með lögum skal land byggja“. 

Þórdís sagði Rinkevics að hann gæti svo skrifað skilaboð til Liechtenstein þegar utanríkisráðherra þeirra tæki við formennsku í nóvember.

Gjöf Íslands til ráðherra­nefnd­ar Evr­ópuráðsins er eft­ir­gerð af fund­ar­hamri Ásmund­ar Sveins­son­ar mynd­höggv­ara, Ásmund­arnaut­ar, sem upp­runa­lega var gef­inn Sam­einuðu þjóðunum árið 1952 í til­efni af því að nýj­ar höfuðstöðvar stofn­un­ar­inn­ar í New York voru tekn­ar í notk­un. Sigga á Grund skar ham­ar­inn út og verður hann hér eft­ir notaður til að stýra fund­um ráðherra­nefnd­ar­inn­ar.

Edgars Rinkevics með hamarinn.
Edgars Rinkevics með hamarinn. mbl.is/Kristinn Magnusson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka