Lítil röskun á flugferðum vegna leitar

Vélar Icelandair í innanlandsflugi í bakgrunni. Í forgrunni er Boeing …
Vélar Icelandair í innanlandsflugi í bakgrunni. Í forgrunni er Boeing 757-vél sem kom frá Póllandi í leiguflugi með sendinefnd Úkraínu. mbl.is/Árni Sæberg

Nokkrir vasahnífar komu í ljós við framkvæmd vopnaleitar í innanlandsflugferðum til og frá Reykjavíkurflugvelli í gær. Það kom þó ekki að sök og voru hnífarnir færðir í innritaðan farangur viðkomandi farþega.

Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá Isavia, segir vopnaleitina almennt hafa farið vel fram og að sáralítil röskun hafi verið á flugferðum vegna leitarinnar. Langflestir farþegar hafi fengið skilaboðin um að framkvæmd yrði vopnaleit og voru komnir tímanlega.

„Fólk er þjálfað á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavíkurflugvelli en á minni stöðunum þurftum við að undirbúa leitina betur og þjálfa fólk til þess að geta gert þetta.“ Áfram verður leitað að vopnum í innanlandsflugi í dag til kl. 16, eða meðan á leiðtogafundinum stendur. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert