Macron floginn á brott

Emmanuel Macron er farinn heim.
Emmanuel Macron er farinn heim. AFP/John MacDougall

Emmanuel Macron, forseti Fraklands, er lagður af stað aftur heim til Frakklands eftir tæplega sólarhrings heimsókn á Íslandi. Tvær vélar franska hersins komu til landsins í gær og fóru aftur í morgun.

Macron var hér á landi til að taka þátt í leiðtogafundi Evrópuráðsins en líkt og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, lét hann einn dag duga. 

Nóg er framundan hjá bæði Macron og Sunak, en leiðtogafundur G7-ríkjanna hefst í Japan á föstudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert