Mótmælandi neitaði að segja til nafns

Einn var handtekin og kona leidd í burtu við Hörpu …
Einn var handtekin og kona leidd í burtu við Hörpu í dag. mbl.is/Arnþór

Einn mótmælandi var leiddur í burtu vegna óspekta á almannafæri við Hörpu í dag. Um var að ræða konu sem var ein örfárra mótmælenda við Hörpu að sögn Arnars Rúnars Marteinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Að sögn Arnars neitaði konan að gefa upp nafnið sitt. „Þetta var í raun allt á friðsamlegum nótum,“ segir Arnar.

Einn handtekinn

Þá var illa áttaður óreglumaður handtekinn sem var kominn inn fyrir lokanir að sögn hans.

Arnar segir að öll löggæslustörf hafi gengið vonum framar. Þjóðarleiðtogarnir eru að týnast í burtu einn af öðrum og á hann von á því að lokunum verði aflétt fljótlega eftir klukkan þrjú í dag.

Að sögn Arnars hefur lítið orðið úr mótmælum og sennilega spili það sinn þátt hve mikil rigning og kalt er úti. „Það voru einhverjir Frakkar sem ætluðu að mótmæla Macron en svo þegar þeir heyrðu að hann væri á Þingvöllum þá hættu þeir við,“ segir Arnar.

Mótmælendur hættu við því Macron var á Þingvöllum.
Mótmælendur hættu við því Macron var á Þingvöllum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert