Nýr „eldfugl“ hefur verið tekinn í notkun hjá Isavia og ferðast nú á milli landshluta. Um er að ræða færanlegt flugvélarlíkan sem notað er til þjálfunar í slökkvi- og björgunarstörfum. Eldfuglinn er sérsmíðaður og hefur fengið heitið Ladybird eða Maríubjallan á íslensku. Þykir líkanið minna á bjölluna.
Eldfuglinn nýi, sem framleiddur er í Bretlandi, gengur fyrir fljótandi gasi í stað olíu. Hann er því umhverfisvænni en þau tæki sem Isavia hefur verið með í notkun hingað til. Friðfinnur Guðmundsson, verkefnastjóri neyðarviðbúnaðar hjá Isavia, segir tilkomu eldfuglsins vera lið í umhverfisáætlun fyrirtækisins og minnka kolefnissporið.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.