Ekki er æskilegt að stunda böð eða leiki í Laugarvatni vegna saurmengunar sem mælst hefur í vatninu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu Bláskógabyggð.
Ráðgert er að taka aftur sýni úr vatninu í næstu viku en vatnið er afar vinsæll baðstaður og tengist beint við heilsulindina Fontana. Tilkynnt verður um niðurstöður þeirrar sýnatöku þegar hún liggur fyrir.