Sex ríki ólíkleg til að styðja tjónaskrá

mbl.is/Kristinn Magnússon

Ólíklegt er talið að sex ríki muni undirrita yfirlýsingu um tjónaskrá Evrópuráðsins vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Með skránni er áætl­un­in að skrá­setja þann stríðsskaða sem Rúss­ar hafa valdið með inn­rás­inni í Úkraínu.

Rúmlega 40 ríki hafa þegar skrifað undir yfirlýsinguna og fleiri ætla sér að kvitta formlega undir hana nú á næstunni. Hins vegar liggur fyrir að sex ríki munu ólíklega skrifa undir yfirlýsinguna samkvæmt heimildum mbl.is. Eru það Armenía, Aser­baíd­sj­an, Bosnía, Serbía, Tyrkland og Ungverjaland.

Þess ber þó að geta að þótt ríkin hafi ekki viljað sýna stuðning með undirritun sinni hafa þau ekki haft uppi nein mótmæli á fundinum og telst það ákveðinn sigur í sjálfur sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert