Starfsfólk sendiráða á meðal gesta

José Garcia.
José Garcia. mbl.is/Karlotta

Nóg hefur verið að gera á Caruso í miðbæ Reykjavíkur í kringum leiðtogafund Evrópuráðsins og hefur fólk úr sendiráðum, m.a. frá Ungverjalandi, Rúmeníu og Portúgal snætt á veitingastaðnum.

Þetta sagði José Garcia, framkvæmdastjóri staðarins, í samtali við blaðamann mbl.is sem leit þangað við fyrr í dag.

„Það var búið að bóka mikið og við vissum að það yrði eitthvað að gera,” sagði Garcia, spurður hvort eitthvað hefði komið á óvart í tengslum við fundinn.

Götulokanir í tengslum við fundinn hafi því ekki haft slæm áhrif á bókanir, heldur þvert á móti. Ekkert vandamál hafi heldur skapast fyrir starfsfólk að komast til vinnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert