Undirrituðu kjarasamning við KVH

Fyrir hönd sambandsins skrifuðu Margrét Sigurðardóttir og Bjarni Ómar Haraldsson …
Fyrir hönd sambandsins skrifuðu Margrét Sigurðardóttir og Bjarni Ómar Haraldsson undir samninginn en fulltrúar KVH voru Stefán Þór Björnsson, Birgir Guðjónsson og Oddgeir Ágúst Ottesen. Ljósmynd/Ingibjörg Hinriksdóttir

Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifaði undir kjarasamninga við Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) á mánudag.

Um skammtímasamning er að ræða. Ef hann verður samþykktur mun hann gilda frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.

Nú hefst kynning á og atkvæðagreiðsla um kjarasamninga meðal félagsmanna félaganna átta.

Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samningana mun liggja fyrir þann 23. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert