Ætla verður að yfir enga á landsins séu fleiri brýr en yfir Varmá við Hveragerði. Á 3,6 kílómetrum, það er frá hringveginum og upp að þeim stað þar sem er upphafspunktur Varmár, eru alls ellefu brýr af mörgum stærðum og gerðum og frá ýmsum tímum.
Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur og bæjarfulltrúi í Hveragerði, gerði sér á dögunum erindi og gekk með ánni, kannaði staðhætti og tók myndir af brúnum.
Í Hengladölum á Hellisheiði og þar í kring eiga upptök sín í lindum og lænum ýmsar smáár. Ein þeirra er Hengladalsá sem rennur niður að Kömbum. Þar fellur áin niður í gljúfrum og tveimur fossum sem eru á vinstri hönd og blasa við vegafarendum þegar ekið er niður efstu Kambabrekkurnar. Áfram rennur Hengladalsáin svo niður í Ölfusdal, sem svo heitir, þar sem einnig koma fram Reykjadalsá, Grændalsá og Sauðá. Sú síðastnefnda er neðst í dalnum og þar sem affallið kemur út í meginstraum þaðan í frá heitir Varmá.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.