Alla dreymir um gott grillsumar

Búast má við að júní verði hlýr samkvæmt spám.
Búast má við að júní verði hlýr samkvæmt spám. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búast má við hæglátu veðri í júní þar sem mest ber á austanátt, samkvæmt spá sem Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur birt inni á vefsíðunni blika.is.

„Þetta er bara það sem ég rýni úr þeim spám sem eru gerðar. Langtímaspár eru lakari en venjulegar spár en þær hafa nú stundum verið glettilega góðar.“

Nýlega var farið að brjóta þessar langtímaspár upp en núna er spáin túlkuð fyrir hvern og einn mánuð en ekki fyrir þriggja mánaða tímabil í heild sinni eins og áður var gert.

Hiti í maí yfir meðallagi

Samkvæmt spánni eru 70-90% líkur á markverðum hlýindum inn til landsins í júní en með hæglátu veðri og viðvarandi háþrýstisvæði við landið fylgi gjarnan að þokusælt verði við sjávarsíðuna. Þá verði úrkoma líklega í minna lagi í það heila tekið.

Einar segir meðalmánaðarúrkomuna fyrir maímánuð komna nú þegar og gott betur þó mánuðurinn sé einungis hálfnaður. Þá hafi hann byrjað kaldur en svo hafi vorað og hitinn farið yfir meðallag.

Aðspurður hvort landsmenn megi búast við góðu grillsumri svarar Einar: „Það dreymir jú alla um það.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert