Bláa lónið er í sérflokki þegar kemur að vörumerkjum og þekktum stöðum á Íslandi samkvæmt samantekt auglýsingastofunnar Hér & nú fyrir Morgunblaðið.
Sérfræðingar auglýsingastofunnar tóku saman vinsældir ákveðinna leitarorða á netinu síðustu tvö árin og þar eru vinsældir lónsins augljósar.
Um sex sinnum fleiri leita sér upplýsinga um Bláa lónið í hverjum mánuði en um Gullna hringinn, sem er næstvinsælasta leitarorðið.
Eins og sjá á meðfylgjandi korti eimir enn eftir af eldgosum en þó leita mun fleiri sér upplýsinga um Eyjafjallajökul en Fagradalsfjall. Athyglisvert er að íslenska brennivínið virðist njóta talsverðra vinsælda, eða í það minnsta vekja forvitni, en það gera líka Bæjarins bestu pylsur og gamla laugin á Flúðum sem nýtur góðs af hinu forvitnilega nafni sínu á ensku, Secret lagoon.