Ómar Friðriksson
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur að undanförnu tekið fyrir á fundum málefni Reykjavíkurflugvallar og áhrif nýrrar byggðar í Skerjafirði á rekstraröryggi flugvallarins og fleiri þætti. Skýrsla nefndar innviðaráðuneytisins um áhrif byggðar á flugvöllinn var kynnt á fundi nefndarinnar fyrr í þessum mánuði og í seinustu viku fékk nefndin til sín fjölmarga gesti vegna málsins.
„Við vorum aðallega að reyna að fá einhver svör við því hvort verið sé að setja þessa mikilvægu öryggisgrunninnviði í rekstrarlega hættu,“ segir Vilhjálmur Árnason, formaður þingnefndarinnar.
Hann kveðst sjálfur lesa það úr skýrslunni að ef þarna eigi að rísa byggð geti það haft veruleg áhrif á rekstraröryggi flugvallarins þegar ekki liggi fyrir nein önnur eða betri lausn fyrir þá mikilvægu starfsemi sem þar fer fram.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.