Fjallar um bruna og bræðravíg

Ljósmynd/Storytel

„Fólk spyr mig stundum hvort ég sé ekki að verða uppiskroppa með mál en það er ekki þannig. Það er ótrúlega mikið af áhugaverðum sakamálum á Íslandi þegar maður byrjar aðeins að grúska,“ segir Sigursteinn Másson fjölmiðlamaður.

Ný þáttaröð hans af Sönnum íslenskum sakamálum fer í loftið á Storytel á mánudaginn næsta, 22. maí. Þar verður að finna sex þætti um fimm sakamál og fyrstu tveir þættirnir fjalla um brunann á Bræðraborgarstíg árið 2020.

Mikilvægt að fjalla um viðkvæm sakamál

„Það sem er sérstakt við þessa fimmtu seríu er að þetta eru flest nýrri mál en ég hef áður verið að fjalla um. Mér finnst bruninn á Bræðraborgarstíg standa upp úr enda er þar um afar sérstakt mál að ræða,“ segir Sigursteinn. Eins og lesendur muna sjálfsagt létust þrír í brunanum og er þetta mannskæðasta íkveikjan í okkar nútímasögu. 

Mikil harmakvein heyrast gjarnan þegar fjallað er um viðkvæm sakamál á Íslandi. Bæði á það við þegar fréttir eru fluttar í kjölfar þeirra en einnig þegar þau eru rifjuð upp eins og Sigursteinn gerir í þáttunum. Margir virðast telja að slík umfjöllun eigi lítið sem ekkert erindi við almenning. Því hafnar Sigursteinn. „Það er stundum talað um að samfélagið sé svo lítið og erfitt sé að nálgast svona mál því við erum svo tengd hvert öðru. Ég segi á móti að við verðum að gera svona þætti af því að við erum lítið samfélag. Það getur verið sársaukafullt en er þó mikilvægt að nálgast hið sanna og staðreyndir í málum. Það skiptir gríðarlega miklu máli þannig að kjaftasögur ráði ekki för.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Hljóðbrot úr fyrsta þætti nýrrar þáttaráðar af Sönnum íslenskum sakamálum. Þáttaröðin fer í loftið á mánudaginn næsta, 22. maí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert