Gular viðvaranir taka í gildi á norðanvestanverðu landinu á morgun vegna öflugra vindhviða og gilda til niðnættis.
Á vef Veðurstofu Íslands segir að varasamt sé að vera á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.
Klukkan 11 tekur í gildi viðvörun á Breiðafirði þar sem má búast við snörpum vindhviðum við fjöll, sem verða staðbundnar yfir 25 m/s, einkum á norðanverðu Snæfellsnesi og í Dölunum. Eins gæti skyggni orðið takmarkað á fjallvegum í dimmum skúrum eða slydduéljum.
Klukkan 12 tekur í gildi viðvörun á Vestfjörðum og klukkan 15 tekur gildi viðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra. Þar má einnig búast við snörpum vindhviðum við fjöll sem verða staðbundnar yfir 25 m/s. Eins gæti skyggni orðið takmarkað á fjallvegum í dimmum skúrum eða slydduéljum.