„Hent ofan í brunn og grafinn lifandi“

Í gær sögðu Ögmundur Jónasson, Denis O’Hearn, Laura Castel og …
Í gær sögðu Ögmundur Jónasson, Denis O’Hearn, Laura Castel og Havin Gusener frá stöðunni í Tyrklandi. mbl.is/Árni Sæberg

Denis O‘Hearn hefur stærstan hluta ferils síns einbeitt sér að rannsóknum á fangelsismálum, en hann er prófessor í félagsfræði við háskólann í El Paso í Texas. Nógur efniviður er fyrir rannsóknir hans í heimalandinu því hlutfallslega eru hvergi fleiri fangelsaðir en í Bandaríkjunum, ef litið er til OECD-ríkjanna.

Á áttunda og níunda áratugnum bjó O‘Hearn í Belfast á Norður-Írlandi þegar átökin voru hvað hörðust milli írska lýðveldishersins IRA og breska hersins. Þar hófust rannsóknir hans á fangelsismálum og hann skrifaði ævisögu Bobby Sands, þingmanns írska lýðveldishersins, sem lést eftir rúmlega tveggja mánaða hungurverkfall í Maze-fangelsi fyrir utan Belfast. Bók hans, Nothing But an Unfinished Song: The Life and Times of Bobby Sands, hefur verið þýdd bæði á kúrdísku og tyrknesku, en Kúrdar sjá ákveðinn samhljóm við stöðu sína og ástandið í Norður-Írlandi á þessum tíma.

Denis O’Hearn og Laura Castel.
Denis O’Hearn og Laura Castel. mbl.is/Árni Sæberg

Bókum O’Hearn hefur fjölgað og síðustu árin hefur hann sérstaklega skoðað alvarlegar aðstæður í fangelsismálum Tyrkja. Denis var einmitt meðal fyrirlesara á málþingi í Safnahúsinu í gær, sem Ögmundur Jónasson, fv. þingmaður og ráðherra, stóð fyrir um mannréttindi í Tyrklandi.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert