„Íslensk bæn fyrir friði og réttlæti í Evrópu“

„Flutningur dagsins er tileinkaður fólkinu í Úkraínu. Íslensk bæn fyrir friði og réttlæti í Evrópu.“

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari lék fyrir fundargesti á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Hörpu. Hann lék Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns af mikilli innlifun á sinn einstaka hátt.

Tilheyri öllum þjóðum

Víkingur Heiðar kynnti lagið fyrir viðstöddum sem sérstakt lag er sameinað hefur íslenska þjóð á bæði gleði- og sorgarstundum. Hann sagði lagið, eins og alla stórkostlega list, ekki einungis tilheyra einni þjóð heldur öllum þjóðum.

Flutningnum var fagnað með kröftugu lófataki og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þakkaði Víkingi Heiðari með þeim orðum að allir Íslendingar felli tár þegar þeir hlýða á lag Sigvalda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert