Engin tilboð bárust í boranir fjögurra rannsóknarhola á Bláfjallasvæðinu sem Samtök sveitarfélaga á Bláfjallasvæðinu buðu út á dögunum. Miklar annir eru hjá fyrirtækjum sem taka að sér boranir en stjórn samtakanna hefur veitt starfsmönnum heimild til að leita eftir samningum við fyrirtæki á markaði um að taka verkið að sér og tryggja með því framhald málsins.
Miklar framkvæmdir hafa verið við að bæta aðstöðu til skíðaiðkunar og útivistar á Bláfjallasvæðinu og verður unnið áfram að því á næstu árum. Meðal annars er verið að endurnýja og bæta við stólalyftum, byggja upp skíðagöngusvæði og undirbúa snjóframleiðslu til að lengja nýtingartíma skíðasvæðisins.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.