Tveir bílar skullu saman við bæinn Skeiðflöt í Mýrdal eftir hádegi í dag.
Bílarnir komu úr gagnstæðri átt á töluverðum hraða með þeim afleiðingum að annar þeirra valt út fyrir veginn.
Þrír voru í bílunum tveimur. Að sögn lögreglunnar á Suðurlandi voru meiðsli minniháttar. Einn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi en tveir fengu aðhlynningu frá lækni á staðnum.
Lögregla er enn að störfum á vettvangi.