Vel sótt ráðstefna til heiðurs Hannesi Hólmsteini - myndir

Þau Gabriela von Habsburg, dr. Barbara Kolm og prófessor Hannes …
Þau Gabriela von Habsburg, dr. Barbara Kolm og prófessor Hannes H. Gissurarson hlýða á ræður. Mynd/Sigfús Steindórsson

Fjöldi innlendra og erlendra ræðumanna héldu erindi á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var Háskóla Íslands í tilefni starfsloka Hannesar H. Gissurar­sonar, prófessors í stjórnmála­heimspeki, í síðustu viku.

Hannes Hólmsteinn, sem varð sjötugur fyrr á þessu ári, hefur látið af störfum við háskólann eftir tæplega 40 ára starf.

Um 150 manns sóttu ráðstefnuna. Þar voru haldnir ellefu stuttir fyrirlestrar, meðal annars um alþjóðastjórnmál, sögutengd málefni, mannréttindi og frelsi, hagfræði og fleira.

Í lok ráðstefnunnar fékk Hannes Hólmsteinn gjöf frá stjórnmálafræðideild og félagsvísindasviði og í kjölfar hennar var haldin móttaka til heiðurs honum.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá viðburðinum.

Forseti Íslands, dr. Guðni Th. Jóhannesson, tók á móti ræðumönnum …
Forseti Íslands, dr. Guðni Th. Jóhannesson, tók á móti ræðumönnum og nokkrum öðrum gestum á ráðstefnunni að Bessastöðum 11. maí. Frá v.: prófessor Þór Whitehead, prófessor Þráinn Eggertsson, dr. Barbara Kolm hagfræðingur, Gabriela von Habsburg, myndhöggvari og fyrrverandi sendiherra, Maksymilian Woroszylo, leiðtogi ungra íhaldsmanna í Lúxemborg, Andreas Jürgens kvikmyndagerðarmaður, prófessor Stephen Macedo, forseti Íslands dr. Guðni Th. Jóhannesson, Myrkvi D. Cox, prófessor Hannes H. Gissurarson, Robert Tyler, ráðgjafi hugveitunnar New Direction, prófessor Bruce Caldwell, Lukas Schweiger ferðamálafrömuður, Leslie Caldwell, dr. Tom G. Palmer, yfirmaður alþjóðadeildar Atlas Network, og Öde Nerdrum, ljóðskáld og listmálari (sonur Odds Nerdrums, sem bjó lengi á Íslandi). Mynd/ Embætti Forseta Íslands
Gabriela von Habsburg, sem var sendiherra Georgíu í Þýskalandi um …
Gabriela von Habsburg, sem var sendiherra Georgíu í Þýskalandi um nokkurt skeið, sagði frá samfelldum yfirgangi Rússa í Georgíu og afskiptaleysi Vesturlanda. Hún er myndhöggvari og sonardóttir síðasta keisara Austurríkis-Ungverjalands. Mynd/Sigfús Steindórsson
Stephen Macedo, prófessor í stjórnmálaheimspeki í Princeton-háskóla, lét í ljós …
Stephen Macedo, prófessor í stjórnmálaheimspeki í Princeton-háskóla, lét í ljós áhyggjur af því, hversu ófúsar stjórnmálafylkingar í Bandaríkjunum væru til að skiptast á skoðunum án illyrða og ofsa. Málfrelsinu væri ógnað frá hægri og vinstri. Mynd/Sigfús Steindórsson
Þór Whitehead prófessor emeritus sagði frá því, þegar Ísland komst …
Þór Whitehead prófessor emeritus sagði frá því, þegar Ísland komst skyndilega í miðju heimsátakanna vorið 1941: Þá þurfti Churchill að kveðja breska herinn frá Íslandi, og Roosevelt var reiðubúinn að taka að sér varnir landsins, en gat ekki gert það án þess að fá til þess einhvers konar samþykki Íslendinga. Mynd/Sigfús Steindórsson
Dr. Neela Winkelmann, fyrrverandi forstöðumaður Evrópuvettvangs um minningu og samvisku, …
Dr. Neela Winkelmann, fyrrverandi forstöðumaður Evrópuvettvangs um minningu og samvisku, sagði frá starfsemi vettvangsins, sem leitast við að halda á lofti minningunni um fórnarlömb alræðisstefnunnar í Evrópu, nasisma og kommúnisma. Mynd/Sigfús Steindórsson
Ragnar Árnason prófessor emeritus spurði, hvernig fiskveiðar gætu orðið í …
Ragnar Árnason prófessor emeritus spurði, hvernig fiskveiðar gætu orðið í senn sjálfbærar og arðbærar. Þar hefðu Íslendingar varðað veginn með kerfi framseljanlegra og varanlegra aflaheimilda, kvótakerfinu. Aðrar þjóðir sóuðu feikilegum verðmætum í óhagkvæmar veiðar. Mynd/Sigfús Steindórsson
Dr. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðidósent, Bruce Caldwell hagfræðiprófessor og Bjarni Benediktsson …
Dr. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðidósent, Bruce Caldwell hagfræðiprófessor og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fylgjast með fyrirlestrum. Stefanía stjórnaði síðari málstofu ráðstefnunnar. Caldwell talaði um nýja ævisögu sína um Friedrich von Hayek, sem tímaritið Ecoomist telur bestu bók ársins 2022. Bjarni lýsti leið Íslendinga út úr bankahruninu 2008. Mynd/Sigfús Steindórsson
Dr. Tom G. Palmer, yfirmaður alþjóðasviðs Atlas Network, benti á …
Dr. Tom G. Palmer, yfirmaður alþjóðasviðs Atlas Network, benti á þá staðreynd, að frjálslyndum lýðræðisríkjum virtist vera að fækka í heiminum. Brýnt væri að halda uppi merki frelsis og umburðarlyndis gegn lýðskrumi og hatri. Hákon Pálsson
Í lok ráðstefnunnar fékk Hannes Hólmsteinn blóm og gjöf frá …
Í lok ráðstefnunnar fékk Hannes Hólmsteinn blóm og gjöf frá stjórnmálafræðideild og félagsvísindasviði. Mynd/Sigfús Steindórsson
Eftir ráðstefnuna var móttaka, þar sem slegið var á létta …
Eftir ráðstefnuna var móttaka, þar sem slegið var á létta strengi. Frá v.: Guðbjörn Guðbjörnsson, Björn Bjarnason og Hannes H. Gissurarson. Mynd/Sigfús Steindórsson
Margt ungt fólk var á ráðstefnunni, en alls sóttu hana …
Margt ungt fólk var á ráðstefnunni, en alls sóttu hana rösklega 150 manns. Mynd/Sigfús Steindórsson
Stefán Hrafn Jónsson, forseti félagsvísindasviðs, og dr. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur …
Stefán Hrafn Jónsson, forseti félagsvísindasviðs, og dr. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur ræðast við. Mynd/Sigfús Steindórsson
Hagfræðingarnir Þorsteinn Þorgeirsson og Erlendur Magnússon og lögfræðingurinn Kristrún Heimisdóttir.
Hagfræðingarnir Þorsteinn Þorgeirsson og Erlendur Magnússon og lögfræðingurinn Kristrún Heimisdóttir. Mynd/Sigfús Steindórsson
Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, og Ásta Möller, fyrrverandi alþingismaður.
Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, og Ásta Möller, fyrrverandi alþingismaður. Mynd/Sigfús Steindórsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert